No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2010, þriðjudaginn 23. mars var haldinn 211. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:08. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags 18. mars sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Gámaþjónustuna ehf. vegna sorphirðu Reykjavíkurborgar um eitt ár eða til 25. maí 2011. R07030044.
Samþykkt.
Ólafur Jónsson víkur af fundi kl. 12:20.
2. Lagt fram að nýju erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags 12. febrúar sl., varðandi afturköllun erindis dags. 3. september 2009 um framlengingu á þjónustusamningi við Og fjarskipti ehf. vegna ljósleiðaratenginga fyrir starfsstaði Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags. 19. mars sl. þar sem farið er fram á að þjónustusamningur við Og fjarskipti ehf. verði framlengdur til 1. september 2010. R05040118.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags 19. mars sl., varðandi heimild til framlengingar á þjónustusamningi við Og fjarskipti ehf. vegna símaþjónustu við Reykjavíkurborg um eitt ár eða til 1. maí 2011. R07030015.
Samþykkt.
Ólafur Jónsson tekur sæti á fundi að nýju kl. 12:29
4. Lagt fram erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags 19. mars sl., varðandi heimild til samningskaupa við Microsoft Ísland ehf. vegna 3ja ára samnings á hugbúnaðarleyfum Microsoft.
Samþykkt.
Hjörtur Grétarsson og Eggert Ólafsson Upplýsingatæknimiðstöð sátu fundinn vegna mála 2-4.
5. Lögð fram drög að heildarendurskoðuðum innkaupareglum Reykjavíkurborgar.
6. Lagt fram bréf Mannréttindastjóra til Innkaupastjóra dags. 19. mars 2010 varðandi samþykkt mannréttindaráðs frá 25. febrúar 2010.
Fundi slitið kl. 13:00
Hallur Magnússon
Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson