No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2010, þriðjudaginn 2. mars var haldinn 210. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:00. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Ragnar Sær Ragnarsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags 12. febrúar sl., þar sem lagt er til að erindi dags. 3. september 2009 varðandi framlengingu á þjónustusamningi við Og fjarskipti ehf. vegna ljósleiðaratenginga fyrir starfsstaði Reykjavíkurborgar, verði dregið til baka. Frestað á fundi 8. september 2009. R05040118.
Frestað.
Hjörtur Grétarsson og Eggert Ólafsson Upplýsingatæknimiðstöð sátu fundinn vegna málsins.
2. Rætt um skýrslu innri endurskoðunar “Framkvæmda- og eignasvið. Innra eftirlit”.
Hallur Símonarson innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar sat fundinn vegna málsins.
Innkauparáð bókar eftirfarandi:
Fram kemur í skýrslu innri endurskoðunar að verulegur misbrestur virðist vera í framkvæmd innkaupa hjá Framkvæmda- og eignasviði. Brýnt er að komið verði í veg fyrir mismunandi túlkunum á innkaupareglum og að þess verði gætt að fylgt verði reglum um viðmiðunarfjárhæðir.
3. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar við bókun þann 10. febrúar sl. um það hvernig fjármálaráðgjöf við borgina hafi verið háttað frá miðju ári 2006 til miðs árs 2009. R10020037.
Innkauparáð óskar eftir að Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar mæti á næsta fund ráðsins.
4. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 1. mars sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í febrúar 2010. R10010159.
5. Innkauparáð óskar eftir upplýsingum um stöðu endurskoðunar innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
6. Innkauparáð óskar eftir upplýsingum um reglur um sölu lausafjármuna Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 13:15
Hallur Magnússon
Ragnar Sær Ragnarsson Stefán Jóhann Stefánsson