No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2010, þriðjudaginn 26. janúar var haldinn 208. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.05. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags 26. janúar sl., þar sem lagt er til að tilboð lægstbjóðanda Gjaldheimtunar ehf. verði samþykkt í útboði nr. 12365 Innheimtuþjónusta. R09120004.
Samþykkt.
- Helgi Þór Jónasson Fjármálaskrifstofu sat fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram minnisblað Hreinsitækni ehf. ódags. varðandi útboðið Hreinsun gatna- og gönguleiða 2007 – 2009, Útboð II. R06090033. Einnig lagt fram minnisblað Mannvits dags. 22. janúar 2010.
Innkauparáð óskar eftir umsögn skrifstofu gatna- og eignaumsýslu vegna málsins.
- Sighvatur Arnarsson og Guðbjartur Sigfússon Framkvæmda- og eignasviði og Árni Stefánsson Mannviti sátu fundinn vegna málsins.
Fundi slitið kl. 12.45
Hallur Magnússon
Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson