Innkauparáð - Fundur nr. 207

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2010, föstudaginn 15. janúar var haldinn 207. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. janúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Saltkaupa hf. í EES útboði nr. 12358 Götusalt 2010-2011. R09110076.
Samþykkt.

- Sighvatur Arnarsson framkvæmda- og eignasviði sat fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram erindi fármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags 14. janúar sl., þar sem lagt er til að tilboð lægstbjóðanda Arion banka hf. verði samþykkt í EES útboði nr. 12360 Fjármálaþjónusta vegna fruminnheimtu. R09110087.
Samþykkt.

- Helgi Þór Jónasson og Halldór Frímannsson fjármálaskrifstofu sátu fundinn vegna málsins.

3. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 12. janúar sl., þar sem lagt er til að samið verði við Þvottahúsið Fjöður ehf. í hluta 1 og hluta 3 og við Efnalaug Suðurnesja ehf. í hluta 2 og hluta 4 í EES útboði nr. 12345 Rammasamningur um þvott, hreinsun og leigu á líni fyrir Reykjavíkurborg. R09100182.
Samþykkt.

- Alma B. Hafsteinsdóttir innkaupaskrifstofu sat fundinn vegna málsins.

4. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 4. janúar sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í desember 2009. R09010086.

Fundi slitið kl. 12.39

Hallur Magnússon

Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson