Innkauparáð - Fundur nr. 206

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2009, þriðjudaginn 29. desember var haldinn 206. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 22. desember sl., þar sem lagt er til að samið verði við Olíuverzlun Íslands hf., í EES útboði nr. 12350 Rammasamningur um kaup á eldsneyti fyrir Reykjavíkurborg. R09110010.
Samþykkt.
Alma B. Hafsteinsdóttir innkaupaskrifstofu sat fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram erindi upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags 28. desember sl., þar sem lagt er til að tilboði nr. 1 frá Opnum kerfum ehf. verði tekið í útboði nr. 12368 Blaðakassar. R09120042.
Samþykkt.
Sigþór Örn Guðmundsson upplýsingatæknimiðstöð sat fundinn vegna málsins.

3. Lagt fram erindi menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar dags 28. desember sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Hvalaskoðun – Eldingu vegna þjónustu í Viðey, um eitt ár eða til 31. mars 2011. R06120054.
Einnig lagt fram bréf frá Eysteini Þ. Yngvasyni og Sérferðum ehf. dags. 21. desember 2009 og bréf frá Eysteini Þ. Yngvasyni dags. 28. desember 2009.
Samþykkt.
Berglind Ólafsdóttir menningar- og ferðamálasviði sat fundinn vegna málsins.

4. Lagt fram bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar dags. 21. desember sl. varðandi forskoðun Innri endurskoðunar í tengslum við forval nr. 12317 og útboð nr. 12335. R09070078/R09090060.
Fulltrúi Samfylkingar lagði fram eftirfarandi bókun:
Um leið og innri endurskoðanda er þakkað fyrir það álit sem liggur fyrir er rétt að undirstrika að hér er um forskoðun að ræða og málið því ekki að fullu skoðað. Á það er þó bent að málsmeðferð hafi verið ámælisverð á fyrri stigum. Forskoðunin felur eðli málsins samkvæmt í sér þrengri skoðun en fullnaðarskoðun sem ætla má að muni varpa skýrara ljósi á málið í heild, m.a. um verksvið ólíkra pólitískra ráða og kjörinna fulltrúa, embættismanna og starfsmanna. Eðlilegt verður því að telja að málið verði að fullu skoðað.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
Þrátt fyrir að niðurstaða Innri endurskoðunar sé nokkuð skýr um að ekki sé ástæða til frekari skoðunar á forvali og útboði vegna uppsteypu húsa við Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 og 2b, telur meirihluti innkauparáðs ástæðu til þess að Innri endurskoðun fylgi bréfi sínu betur eftir. Meirihluti telur óeðlilegt að bóka um efnislega þætti bréfsins fyrr en innri endurskoðun hefur fengið tækifæri til að fylgja því eftir.
Fulltrúi Samfylkingar lagði fram eftirfarandi bókun:
Minnt er á að 27.10.2009 óskaði innkauparáð eftir því að Innri endurskoðun skoðaði “stjórnarhætti og stjórnsýslu í tengslum við undirbúning og framkvæmd forvals og útboðs á uppsteypu húsa við Austurstræti 22, Lækjargötu 2 og 2b”. Því verki er hvergi nærri lokið. Það er ákvörðunaratriði út af fyrir sig að ljúka ekki verkinu og sjálfsagt að ræða það við innri endurskoðanda.

Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti innkauparáðs ítrekar að niðurstaða Innri endurskoðunar sé sú að ekki sé ástæða til frekari skoðunar á málinu. Sú niðurstaða byggir væntanlega á efnislegum og málefnalegum forsendum sem eðlilegt er að Innri endurskoðun skýri á fundi innkauparáðs.
Fulltrúi Samfylkingar lagði fram eftirfarandi bókun:
Ítrekað er að skoðun Innri endurskoðunar er forskoðun og hún ber með sér að málinu er ekki lokið.

Fundi slitið kl. 12.34


Hallur Magnússon

Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson