Innkauparáð - Fundur nr. 205

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2009, þriðjudaginn 8. desember var haldinn 205. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:02. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 2. desember sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Öryggismiðstöð Íslands vegna öryggisgæslu stofnana Reykjavíkurborgar, um eitt ár eða til 1. júlí 2011. R05040243. Einnig lagt fram bréf Securitas hf. dags. 3. desember sl. varðandi málið.
Erindi Framkvæmda- og eignasviðs samþykkt.

- Berglind Söebech Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags 2. desember sl., varðandi heimild til framhaldskaupa á diskum og diskahillum í diskastæðu frá EJS hf., í framhaldi af örútboði nr. 12288 San lausn. R09060022.
Samþykkt.

3. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 3. desember sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í nóvember 2009. R09010086.

Fundi slitið kl. 11.25

Hallur Magnússon

Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson