No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2009, þriðjudaginn 24. nóvember var haldinn 203. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.03. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar dags. 17. nóvember sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði ISS Ísland ehf., sem átti hagkvæmasta tilboð í EES útboði nr. 12311 Ræsting í leikskólum Reykjavíkurborgar. R09070033.
Frestað.
Kristín Egilsdóttir Leikskólasviði og Bjarni J. Gíslason Innkaupaskrifstofu sátu fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags 20. nóvember sl., varðandi heimild til samningskaupa við Samsýn um 2ja ára samning vegna LUKR.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags 20. nóvember sl., varðandi heimild til samningskaupa við Microsoft Íslandi um 3ja ára samning vegna hugbúnaðarleyfa Microsoft.
Samþykkt
Hjörtur Grétarsson og Eggert Ólafsson hjá Upplýsingatæknimiðstöð sátu fundinn vegna mála 2-3.
Fundi slitið kl. 11.40
Hallur Magnússon
Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson