Innkauparáð - Fundur nr. 200

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2009, þriðjudaginn 27. október var haldinn 200. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16:30. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Ragnar Sær Ragnarsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 22. október sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Sjóvá Almennra trygginga hf. í EES útboði nr. 12318 Tryggingar Reykjavíkurborgar og tengdra fyrirtækja. R09080052.
Frestað
Berglind Söebech Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Umræður um framkvæmd útboða á uppsteypu húsa við Austurstræti 22. Lækjargötu 2 og 2b. Lagt fram erindi Samtaka Iðnaðarins (SI) dags. 20. október sl., einnig lagt fram svar Innkaupskrifstofu Reykjavíkurborgar við erindi SI dags. 21. október sl. R09090060.
Innkauparáð samþykkir að óska eftir því við innri endurskoðun að skoða stjórnarhætti og stjórnsýslu í tengslum við undirbúning og framkvæmd forvals og útboðs á uppsteypu húsa við Austurstræti 22, Lækjargötu 2 og 2b.
Ámundi Brynjólfsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn meðferð málsins.

3. Lagt fram erindi Prentmets ehf. dags. 15. október sl. varðandi beiðni um að gerast aðili að rammasamningum Reykjavíkurborgar.
Hafnað þar sem Prentmet ehf. var ekki aðili að útboðinu. Innkaupaskrifstofu er falið að svara erindinu.

4. Lagðar fram siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

Fundi slitið kl. 18.15

Hallur Magnússon

Ragnar Sær Ragnarsson Stefán Jóhann Stefánsson