Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2009, þriðjudaginn 13. október var haldinn 199. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Ragnar Sær Ragnarsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 9. október sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði næst lægstbjóðanda Eyktar ehf. í útboði nr. 12335 Austurstræti 22, Lækjargata 2 og 2b, uppsteypa húsa. R09090060.
Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun:
Meðferð þessa máls hefur verið all sérstæð. Framkvæmda- og eignasvið fékk heimild til þess að beita forvalsaðferð sem kallaði á hörð viðbrögð úr röðum meirihlutans í borgarstjórn þegar fyrir lá hverja ætti að velja í forvali. Þá var knúið á um að breyta innkaupaaðferð sem hefur haft í för með sér mánaðartöf á verkinu.
Fulltrúar meirihlutans leggja fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Innkauparáði gefur ekki afslátt á innkaupareglum Reykjavíkurborgar og eru ekki reiðubúnir að fara út fyrir skilmála fyrirliggjandi tilboða. Þar sem galli var í matslíkani í upphaflegum forvalsgögnum þar sem ekki hvað skýrt á um hvernig meta skyldi þá aðilja sem sóttu um að taka þátt í forvali, var engin forsenda til annars en að ganga til nýs útboðs. Meirihlutinn tekur undir að frestun á verkinu er bagaleg en ekki var um annað að ræða í stöðunni.
Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er ánægjuefni að hinn gerandi meirihluti átti sig um síðir á stöðu mála og er þess óskað að niðurstaðan verði sem flestum til velfarnaðar.
Samþykkt.
- Ámundi Brynjólfsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.
Fundi slitið kl. 11.27
Hallur Magnússon
Ragnar Sær Ragnarsson Stefán Jóhann Stefánsson