Innkauparáð - Fundur nr. 198

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2009, þriðjudaginn 6. október var haldinn 198. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu bBorgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. september sl., varðandi heimild til framlengingar á verksamningi við Loftorku Reykjavík ehf., um eitt ár vegna útboðsins Malbiksviðgerðir á höfuðborgarsvæðinu 2008-2009. R08020148.
Samþykkt

- Theodór Guðfinnsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. september 2008 ásamt minnisblaði dags. 9. júlí 2008, varðandi þátttöku í Procura+ verkefni ICLEI um innleiðingu vistvænna innkaupa. R08090126.
Innkauparáð mælir með því að Reykjavíkurborg gerist aðili að Procura+ verkefninu.

- Guðmundur B. Friðriksson Umhverfis- og samgöngusviði sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 2. október sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í september 2009. R09010086.

Fundi slitið kl. 11.57

Hallur Magnússon

Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson