Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2009, þriðjudaginn 8. september var haldinn 196. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Benediktsson.. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags. 3. september sl., varðandi heimild til framlengingar á þjónustusamningi við Og fjarskipti ehf. um eitt ár, vegna ljósleiðaratenginga fyrir starfsstaði Reykjavíkurborgar. R05040118.
Frestað.
Eggert Ólafsson Upplýsingatæknimiðstöð sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram að nýju erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 25. ágúst sl. um val á þátttakendum í forvali nr. 12317 Austurstræti 22, Lækjargata 2 og 2b, uppsteypa, R09070078. Frestað á síðasta fundi.
Jafnframt er lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. september þar sem fyrrgreint erindi er dregið til baka enda verði farið í opið útboð.
Þorkell Jónsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við umræður um málið.
Bókun fulltrúa Samfylkingar:
Fulltrúi Samfylkingarinnar mótmælir þeim vinnubrögðum að falla frá áður auglýstu forvali vegna þeirra tafa á verkinu sem nýtt útboð mun valda. Ekki eru nein rök færð fyrir því hversvegna fallið er frá útboðinu.
Bókun meirihluta:
Mannvirkjaskrifstofa Framkvæmda- og eignasviðs hefur ákveðið að falla frá áður auglýstu forvali vegna uppsteypu framkvæmda við Austurstræti 22, Lækjargötu 2 og 2b en í þess stað farið í opið útboð.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru sammála þeirri ákvörðun Mannvirkjaskrifstofu enda ljóst að matslíkan vegna forvalsins var gallað. Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að stunduð sé vönduð og gegnsæ stjórnsýsla þannig að einstaklingar og fyrirtæki sitji við sama borð.
3. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 4. september sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í ágúst 2009. R09010086.
Fundi slitið kl. 12:18
Hallur Magnússon
Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Benediktsson