Innkauparáð - Fundur nr. 195

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2009, þriðjudaginn 25. ágúst var haldinn 195. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 21. ágúst sl. þar sem lagt er til að samið verði við Fiskbúðina Sæbjörgu ehf., Grím kokk ehf., Íslenskt Sjávarfang innanlands ehf., Norðanfisk ehf., Sjófisk ehf. og Sæstein ehf. í EES útboði nr. 12178, Rammasamningur um kaup á ferskum og frystum fiski og unnum fiskvörum. R09070052.
Samþykkt.

2. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 21. ágúst sl. þar sem lagt er til að samið verði við A4 skrifstofu og skóla ehf., Egilsson hf., Múlalund, Pennann á Íslandi ehf. og Rekstrarvörur ehf. í EES útboði nr. 12257, Rammasamningur um ritföng og skrifstofuvörur. R09040111.
Samþykkt.

- Bjarni Jakob Gíslason innkaupaskrifstofu sat fundinn við meðferð mála 1 og 2.

3. Lagt fram erindi framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 25.. ágúst sl. um val á þátttakendum í forvali nr. 12317, R09070078:
Frestað

- Hrólfur Jónsson og Þorkell Jónsson framkvæmdasviði sátu fundinn við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 12.20

Hallur Magnússon

Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson