Innkauparáð - fundur nr. 194

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2009, þriðjudaginn 11. ágúst, var haldinn 194. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Verktakafélagsins Glaums ehf. í útboði nr. 12299 Kringlumýrarbraut – Borgartún, endurbætur gatnamóta. R09070008.
Samþykkt.

2. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 6. ágúst sl., þar sem lagt er til að gengið verði að aðaltilboði lægstbjóðanda Verktaka Magna ehf. í útboði nr. 12312 Hlíðarfótur, gatnagerð og lagnir. R09070045.
Samþykkt.

3. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 6. ágúst sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Urðar og Grjóts ehf. í útboði nr. 12316 Grafarholt – Úlfarsfell. Undirgöng, göngubrú og stígtengingar. R09070079.
Samþykkt.

- Ólafur Ólafsson framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð mála 1-3.

4. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 13. júlí sl., yfir viðskipti við skrifstofuna í júlí 2009. R09010086.


Fundi slitið kl. 11.40

Hallur Magnússon

Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson