Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2009, þriðjudaginn 21. júlí var haldinn 193. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sat fundinn Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 9. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Nesvéla ehf. í útboði nr. 12295 Kringlumýrarbraut – Suðurlandsbraut, endurbætur gatnamóta 2009. R09060096.
Samþykkt.
Ólafur Ólafsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 13. júlí sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í maí 2009. R09010086.
3. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 15. júlí sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í júní 2009. R09010086.
Fundi slitið kl. 11.17
Hallur Magnússon
Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson