Innkauparáð - Fundur nr. 192

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2009, þriðjudaginn 14. júlí var haldinn 192. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Dofri Hermannsson. Jafnframt sat fundinn Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 9. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að frávikstilboði lægstbjóðanda Sérverks ehf. í útboði nr. 12180 Úlfarsbraut 118-120, leikskóli. Uppsteypa og fullnaðarfrágangur. R0960066.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.


2. Bókun innkauparáðs:
Innkauparáði hafa að undanförnu borist óskir um framlengingu á fyrirliggjandi samningum þar sem ljóst hefur verið að ef til útboðs hefði komið þá væri fyrirliggjandi samningur útrunninn áður en lögboðinn útboðsfrestur er liðinn.
Í ljósi þessa beinir Innkauparáð því til embættismanna Reykjavíkurborgar að óskir um framlengingu á samningum berist ráðinu tímanlega þannig að ráðrúm gefist til útboðs áður en fyrirliggjandi samningur rennur út ef Innkauparáð tekur ákvörðun um að hafna framlengingu samnings.


Fundi slitið kl. 11:20


Hallur Magnússon


Vilhjálmur Andri Kjartansson Dofri Hermannsson