Innkauparáð - Fundur nr. 191

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2009, þriðjudaginn 7. júlí var haldinn 191. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ingi Poulsen lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 3. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði sem er nr. 1 frá Polytan GmbH í útboði nr. 12184 Artificial Turf Surface, 1 Football Pitch – Þróttur. R09060032.

Samþykkt

Ámundi Brynjólfsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Menntasviðs Reykjavíkurborgar dags. 23. júní sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Hópferðamiðstöðina - Trex ehf., vegna skólaaksturs grunnskólanema í Reykjavík, um eitt ár eða til 15. ágúst 2010. R06060203.

Samþykkt

3. Lagt fram erindi Mennta- og leikskólasviðs Reykjavíkurborgar dags. 24. júní sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Ræstingaþjónustuna sf., vegna bónunar og bónhreinsunar gólfa í grunn- og leikskólum Reykjavíkurborgar, um eitt ár eða til 2. ágúst 2010. R05110072.

Hafnað

4. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 3. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að eftirfarandi tilboðum í EES útboði nr. 12256 Rammasamningur um hreinlætisvörur, R09040101.
Hluti 1 – Hreinlætispappír: Papco, Ræstivörur, Servida, Olíuverslun Íslands og A. Karlsson.
Hluti 2 – Ræstingar-, og hreinlætisefni: Ræstivörur, Olíuverslun Íslands, Tandur, Papco og Gæðavörur.
Hluti 3 – Hreinsitæki og áhöld: Rekstrarvörur, A. Karlsson, Gæðavörur, Olíuverslun Íslands og Tandur.
Hluti 4 – Plastpokar: Olíuverslun Íslands, A. Karlsson, Ræstivörur, Plastprent og Áfanga.
Hluti 5 – Annað: Ræstivörur, Olíuverslun Íslands, Plastprent, Tandur og A. Karlsson.

Samþykkt

Alma B. Hafsteinsdóttir Innkaupaskrifstofu sat fundinn við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 12:20

Hallur Magnússon
Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson