Innkauparáð - Fundur nr. 186

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2009, þriðjudaginn 19. maí var haldinn 186. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru, Vilhjálmur Andri Kjartansson, Brynjar Fransson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn, Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. maí sl., þar sem lagt er til að taka tilboði Mjallar Friggjar ehf. í baðsápu og tilboði Olíuverzlunar Íslands hf. í klór vegna útboðs nr. 12251 Klór og baðsápa. R0904011.
Samþykkt.

Bragi Þór Bjarnason íþrótta- og tómstundasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Erindi Nordic Sea ehf. dags. 15. maí sl., þar sem farið er fram á aðilaskipti á rammasamningi nr. 10662 Kaup á fiski yfir til Sjófisks ehf.
Frestað.

Fundi slitið kl. 11.25

Vilhjálmur Andri Kjartansson

Brynjar Fransson Stefán Jóhann Stefánsson