Innkauparáð - Fundur nr. 185

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2009, þriðjudaginn 12. maí var haldinn 185. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, Stefán Jóhann Stefánsson, Björn Gíslason, og Brynjar Fransson. Jafnframt sátu fundinn, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 6. maí sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Vátryggingafélag Íslands hf., vegna trygginga stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar, um eitt ár eða til 31. desember 2010. R03080047.
Samþykkt.

Berglind Söebech framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu dags. 8. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Prenttækni ehf., Prenttorgs ehf. og Prentsmiðjunnar Odda ehf. í EES útboði nr. 12228 Rammasamningur um prentun og ljósritun. R09040010.
Samþykkt.

3. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu dags. 8. maí sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Gámaþjónustuna ehf. vegna sorphirðu Reykjavíkurborgar um eitt ár eða til 31. maí 2010. R07030044.
Samþykkt.

Helgi Bogason innkaupaskrifstofu gerði grein fyrir málum 2 og 3.

4. Lagt fram að nýju erindi Pennans á Íslandi ehf. dags. 6. apríl sl., þar sem farið er fram á nafna- og kennitölubreytingu á rammasamningi nr. 12176 Kaup á húsgögnum, sem samþykktur var á fundi Innkauparáðs þann 24. febrúar sl. Frestað á síðasta fundi. Einnig lagt fram minnisblað innkaupaskrifstofu varðandi málið. R08070036.
Hafnað.

5. Lögð fram kvörtun Eyktar ehf. dags. 4. maí sl., vegna lokaðs útboðs á vegum Félagsbústaða Reykjavíkur. Einnig lagt fram minnisblað skrifstofu borgarlögmanns varðandi málið. R09050010.
Vísað frá þar sem Félagsbústaðir hf. falla ekki undir innkaupareglur Reykjavíkurborgar.

Bókun Innkauparáðs: Innkauparáð bendir á 7. gr innkaupastefnu Reykjavíkurborgar þar sem segir að það sé stefna borgarinnar að samræma innkaup fyrir einstakar stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar að svo miklu leyti sem hagkvæmt þykir. Ráðið telur eðlilegt að fyrirtæki í eigu borgarinnar komi sér upp innkaupareglum í samræmi við þessa stefnu.

6. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu dags. 6. maí sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í apríl 2009. R09010086.

Fundi slitið kl. 12.05

Stefán Jóhann Stefánsson

Brynjar Fransson Björn Gíslason