Innkauparáð - Fundur nr. 184

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2009, þriðjudaginn 5. maí var haldinn 184. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru, Vilhjálmur Andri Kjartansson, Brynjar Fransson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn, Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. apríl sl., þar sem lagt er til að taka tilboði Sólarræstingu ehf. í EES útboði nr. 12226 Ræsting í Borgartúni 12-14. R09010067.
Samþykkt.

Magnús Haraldsson framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Pennanns ehf. dags. 6. apríl sl., þar sem farið er fram á nafna- og kennitölubreytingu á rammasamningi nr. 12176 Kaup á húsgögnum, sem samþykkt var á fundi innkauparáðs þann 24. febrúar sl. R08070036.
Frestað.

3. Innkauparáð óskar eftir upplýsingum um hvort Félagsbústaðir hafi staðið fyrir lokuðu útboði án aðkomu Innkaupaskrifstofu.

Fundi slitið kl. 11.58

Vilhjálmur Andri Kjartansson

Brynjar Fransson Stefán Jóhann Stefánsson