Innkauparáð - Fundur nr. 182

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2009, föstudaginn 3. apríl var haldinn 182. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.15. Viðstaddir voru, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn, Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram að nýju tillaga í framhaldi af bókun Innkauparáðs 17. mars sl. varðandi mögulegar breytingar á kröfum um fjárhagslegt hæfi bjóðenda í innkaupum Reykjavíkurborgar, sem skal gilda í 6 mánuði frá fullnaðarsamþykkt. Frestað á fundi 31. mars sl.
Samþykkt og vísað til borgarráðs. Greinargerð fylgir tillögunni.

2. Önnur mál



Fundi slitið kl. 13.35



Vilhjálmur Andri Kjartansson

Stefán Jóhann Stefánsson