Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2009, þriðjudaginn 17. mars var haldinn 180. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru, Vigdís Hauksdóttir, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 13. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Vegamálunar ehf. í útboði nr. 12219 Yfirborðsmerkingar í Reykjavík 2009. R09020022.
Samþykkt.
Guðbjartur Sigfússon framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram erindi fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 9. mars sl., þar sem lagt er til að innkauparáð samþykki að Íslandsbanki hf. (áður Nýji Glitnir banki hf.) fái að falla frá tilboði sínu vegna tæknilegra örðugleika, í verðkönnun nr. 12211 Þjónusta vegna innheimtu, sem samþykkt var þann 27. janúar sl. R08090192.
Samþykkt.
Helgi Þór Jónasson og Halldór Frímannsson Fjármálaskrifstofu sátu fundinn við meðferð málsins.
3. Lögð fram mótmæli Egilsson hf. dags. 12. mars sl., vegna niðurstöðu á EES útboði nr. 12193 Ritföng og skrifstofuvörur, ásamt rekstrarvörum fyrir tölvur, prentara og ljósritunarvélar, sem samþykkt var þann 10. mars sl. R08100326.
Innkauparáð telur ekki ástæðu til endurskoðunar á niðurstöðu í útboði nr. 12193.
4. Lagt fram til kynningar yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 12 mars sl., yfir fyrirhuguð útboð á Evrópska efnahagssvæðinu. R09010126.
5. Borgarlögmanni og innkaupaskrifstofu falið að skoða á milli funda mögulega breytingar á kröfum um fjárhagslegt hæfi bjóðenda í innkaupum Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 12.15
Vigdís Hauksdóttir
Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson