Innkauparáð - Fundur nr. 179

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2009, þriðjudaginn 10. mars var haldinn 179. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.20. Viðstaddir voru, Vigdís Hauksdóttir, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu dags. 4. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að eftirfarandi tilboðum í EES útboði nr. 12193 Rammasamningur um ritföng og skrifstofuvörur, ásamt rekstrarvörum fyrir tölvur, prentara og ljósritunarvélar, R08100326:
Flokkur 1 - Ritföng og skrifstofuvörur: Penninn og Múlalundur.
Flokkur 2 - Rekstrarvörur fyrir tölvur, prentara og ljósritunarvélar:
Tegundir:
HP EJS Opin kerfi Penninn
Kyocera Nýherji EJS Penninn
Lexmark Nýherji EJS Penninn
Ricoh Optíma
Nashuatec Optíma
Dell Nýherji EJS Penninn
Canon Nýherji EJS Penninn
Epson Nýherji EJS Penninn
Zerox Nýherji EJS Penninn
Konica Nýherji EJS Penninn

Samþykkt.

Bjarni Jakob Gíslason innkaupaskrifstofu sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu dags. 5. mars sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í febrúar 2009. R09010086.

Fundi slitið kl. 11.30

Vigdís Hauksdóttir

Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson