Innkauparáð - Fundur nr. 178

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2009, þriðjudaginn 24. febrúar var haldinn 178. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru, Stefán Jóhann Stefánsson, Brynjar Fransson og Ragnar Sær Ragnarsson. Jafnframt sátu fundinn Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu dags. 20. febrúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að eftirfarandi tilboðum í EES útboði nr. 12176 Rammasamningur um kaup á skóla- og skrifstofuhúsgögnum:
Flokkur 1 Skólahúsgögn: Bender ehf., Penninn hf., Á. Guðmundsson ehf., Jóhann Ólafsson & Co, Nýform og Barnasmiðjan hf.
Flokkur 2 Skrifstofuhúsgögn: EG skrifstofuhúsgögn ehf., Penninn hf., Á. Guðmundsson ehf., Bender ehf., Búum betur ehf.
Flokkur 3 Önnur húsgögn: Bender ehf., Penninn hf., Búum betur ehf., EG skrifstofuhúsgögn ehf., Á. Guðmundsson ehf. og Sólo-húsgögn ehf. R08070036.
Samþykkt.
Bjarni J. Gíslason innkaupaskrifstofu sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu dags. 9. febrúar sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í janúar 2009. R09010086.

3. Lagt fram til kynningar bréf fjármálaráðuneytisins dags. 9. febrúar sl. varðandi styttingu útboðsferla við útboð á framkvæmdum á EES í ljósi efnahagsástands. R09020042.

Fundi slitið kl. 11.35

Stefán Jóhann Stefánsson

Brynjar Fransson Ragnar Sær Ragnarsson