Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2009, þriðjudaginn 27. janúar var haldinn 177. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru, Vigdís Hauksdóttir, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Innri endurskoðunar, dags. 23. janúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði PricewaterhouseCoopers í EES útboði nr. 12194, Endurskoðunarþjónusta – Ytri endurskoðun. R08110032.
Samþykkt, vísað til ákvörðunar borgarráðs.
Hallur Símonarson Innri endurskoðun sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram erindi fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 22. janúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Nýa Glitni banka í verðkönnun nr. 12211, Þjónusta vegna innheimtu. Samningstími er til eins árs. R08090192.
Samþykkt.
Helgi Þór Jónasson fjármálaskrifstofu sat fundinn við meðferð málsins.
3. Lagt fram erindi umhverfis- og samgöngusviðs dags. 21. janúar sl., varðandi beiðni um framhaldskaup á samningi Iceland Excursions Allrahanda hf. fyrir sumarið 2009, vegna Aksturs á nemendum Vinnuskólans. R08040088.
Samþykkt.
Kristján Ólafur Smith og Magnús Arnar Snæbjörnsson umhverfis- og samgöngusviði sátu fundinn við meðferð málsins.
4. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 26. janúar sl., varðandi heimild til að fara í forval og lokað útboð vegna endurnýjunar Klapparstígs 2009.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.
- Kl. 11.45 vék Eyþóra K. Geirsdóttir af fundi.
5. Rætt um bifreiðamál Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 12.01
Vigdís Hauksdóttir
Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson