Innkauparáð - Fundur nr. 176

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2009, þriðjudaginn 20. janúar var haldinn 176. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, Vilhjálmur Andri Kjartansson, Brynjar Fransson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu dags. 12. janúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Banana hf., Búrs hf., Mata hf. og Stórkaupa í EES útboði nr. 12189, Rammasamningur um kaup á fersku grænmeti og ávöxtum. R08090191.
Samþykkt.

Bjarni J. Gíslason Innkaupaskrifstofu sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu dags. 14. janúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Ekrunar ehf., Eggerts Kristjánssonar hf., Garra ehf., Innnes ehf., Jóhanns Ólafssonar & Co, Ó. Johnson & Kaaber ehf., Stórkaupa og Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf. í EES útboði nr. 12190, Rammasamningur um kaup á þurrvöru. R08090192.
Samþykkt.

Alma B. Hafsteinsdóttir Innkaupaskrifstofu sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram til kynningar niðurstaða fjárhagsskoðunar í EES útboði nr. 12194, Endurskoðunarþjónusta – Ytri endurskoðun. R08110032.

4. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu dags. 6. janúar sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í nóvember og desember 2008. R08010193.

Fundi slitið kl. 11:50

Vilhjálmur Andri Kjartansson

Brynjar Fransson Stefán Jóhann Stefánsson