Innkauparáð - Fundur nr. 175

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2008, þriðjudaginn 16. desember var haldinn 175. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, Vilhjálmur Andri Kjartansson, Brynjar Fransson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. desember sl., varðandi heimild um framlengingu á samningi við Öryggismiðstöð Íslands hf. til 1. júlí 2010 vegna öryggisgæslu stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar. R05040243.
Samþykkt

Berglind Söebech Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram minnisblað Innkaupaskrifstofu við sameiginlegri bókun innkauparáðs á fundi 11. nóvember sl.

3. Lögð fram til kynningar drög af nýjum innkaupareglum Reykjavíkurborgar

4. Bókun fulltrúa Samfylkingar:
Í flestum nefndum og ráðum hefur undanfarið verið rætt um niðurskurð á yfirvinnu, um flatan niðuskurð og fleira af því tagi. Liggur fyrir hvaða áhrif tillögur af þessu tagi munu hafa a starfsemi Innkaupaskrifstofu? Hvert er áætlað rekstrarfé skrifstofunnar á þessu ári miðað við útkomuspá og hvert er það áætlað á næsta ári? Hver er hlutur yfirvinnu og hvernig er áætlað að hann breytist miðað við fyrirliggjandi tillögur?

Fundi slitið kl. 12:30

Vilhjálmur Andri Kjartansson
Brynjar Fransson Stefán Jóhann Stefánsson