Innkauparáð - Fundur nr. 174

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2008, þriðjudaginn 11. nóvember var haldinn 174. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, Vilhjálmur Andri Kjartansson, Brynjar Fransson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga borgarstjórnar dags. 5. nóvember sl., sem felst í að innkauparáð kanni hvort við undirbúning útboða hjá Reykjavíkurborg sé unnt með frekari hætti en nú er gert að bregðast við hinu erfiða efnahagsástandi. R08110019.

Sameiginleg bókun innkauparáðs:
Innkauparáð óskar eftir því við Innkaupaskrifstofu, borgarlögmann og framkvæmda og eignasvið að kanna heimildir til hækkunar á viðmiðunarfjárhæðum innkaupa.
Ennfremur óskar innkauparáð eftir því við ofangreinda aðila að skoða og kynna þær leiðir sem evrópsk sveitarfélög hafa farið við það verkefni að nýta betur þjónustu verktaka í nærumhverfi, meðal annars með því að skipta samningum upp með lögmætum hætti.

Bókun fulltrúa Samfylkingar:
Óskað er eftir því að drög að endurskoðuðum innkaupareglum, eins og þau liggja fyrir, verði lögð fram á næsta fundi innkauparáðs.

2. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu dags. 6. október sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í september 2008. R08010193.

3. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu dags. 6. nóvember sl. yfir fyrirhuguð útboð á Evrópska efnahagssvæðinu. R08020143.

4. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 10. nóvember sl. þar sem óskað er eftir heimild til að framlengja samningi við Olíuverslun Íslands hf. um eitt ár eða til 9. janúar 2010, vegna kaupa á eldsneyti fyrir Reykjavíkurborg. R06120042.
Samþykkt.



Fundi slitið kl. 11:45


Vilhjálmur Andri Kjartansson


Brynjar Fransson Stefán Jóhann Stefánsson