Innkauparáð - Fundur nr. 173

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2008, þriðjudaginn 30. september var haldinn 173. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru Vigdís Hauksdóttir, Kristján Guðmundsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur hjá borgarlögmanns-embætti, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 17. september sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Heklu hf. um eitt ár, vegna rekstrarleigu bifreiða fyrir þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar.
Unnur Halldórsdóttir velferðasviði sat fundinn við meðferð málsins.
Samþykkt

2. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 17. september sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Adakris UAB ehf. í EES útboði nr. 12165 Norðlingaskóli, uppsteypa og fullnaðarfrágangur. R08070012.
Ámundi Brynjólfsson framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.
Samþykkt
Innkauparáð áréttar að í ákvæði 0.3..4 í útboðslýsingu verksins kemur fram að vinna skuli í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerða, m.a. um réttindi launafólks.

Fundi slitið kl. 11.20

Vigdís Hauksdóttir

Kristján Guðmundsson Stefán Jóhann Stefánsson