No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2008, þriðjudaginn 12. ágúst var haldinn 170. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru Vilhjálmur Andri Kjartansson, Sigurður Þórðarson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi iramkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 31. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Urðar og Grjóts ehf. í útboði nr. 12168 Hjólastígar 2008. Ægissíða – Nauthólsvík - Suðurgata. R08070057.
Samþykkt.
Ólafur Ólafsson framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu dags. 5. ágúst sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í júlí 2008. R08010193.
3. Lögð fram til kynningar umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar varðandi verðtryggingu styttri verksamninga. R08070059.
4. Önnur mál.
Fundi slitið kl. 11.27
Vilhjálmur Andri Kjartansson
Sigurður Þórðarson Stefán Jóhann Stefánsson