No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2008, þriðjudaginn 22. júlí var haldinn 169. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Gunnar Hólm Hjálmarsson, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Adakris UAB í útboði nr. 12163, Sæmundarskóli, uppsteypa og fullnaðarfrágangur. R08050003
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Vélaleigu A.Þ. ehf. í útboði nr. 12163, Esjumelar 3. áfangi og Víðidalur 1. áfangi – Gatnagerð, reiðstígagerð og lagnir 2008. R08060115
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málanna.
3. Bókun fulltrúa Samfylkingar:
Samkomulag það sem formaður umhverfis- og samgönguráðs undirritaði við Skógræktarfélag Reykjavíkur nýverið uppfyllti ekki kröfur sem Reykjavíkurborg gerir til slíkra gerninga og verður því dregið til baka. Þetta kom í ljós við skoðun eftir fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar. Meðal álitamála eru samningsfjárhæð og hvort að formaðurinn hafi haft umboð til að undirrita samninginn. Það er gott að augu meirihlutans hafi verið opnuð fyrir þessu. Þótt að flestir taki undir að auka megi skógrækt og að Skógræktarfélagið hafi unnið gríðarmikið og gott starf verður að gæta að því að samningar uppfylli kröfur og reglur borgarinnar og að réttbærir aðilar undirriti samningana.
Fundi slitið kl. 11:42
Gunnar Hólm Hjálmarsson
Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson