Innkauparáð - Fundur nr. 167

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2008, þriðjudaginn 8. júlí var haldinn 167. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Gunnar Hólm Hjálmarsson, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 2. júlí sl., þar sem óskað er heimildar til að fara í forval og lokað alútboð vegna byggingar á nýjum grunnskóla við Úlfarsbraut 122 – 124. R08070023.
Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu dags. 2. júlí sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í júní 2008. R08010193.
Fulltrúi Samfylkingar óskaði bókað:
Fram kemur að verk fyrir Vesturbæjarskóla, sem fór í verðkönnun, er yfir fjárhæðamörkum innkaupareglna Reykjavíkurborgar fyrir útboð, án þess að útboð hafi farið fram. Brýnt er að gæta að því að slíkt eigi sér ekki stað.

Fundi slitið kl. 11:50

Gunnar Hólm Hjálmarsson

Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson