Innkauparáð - Fundur nr. 166

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2008, þriðjudaginn 24. júní var haldinn 166. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru Gunnar Hólm Hjálmarsson, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Alma B. Hafsteinsdóttir verkefnisstjóri á innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 11. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Sam verktaka ehf. í útboði nr. 12146 Strætóúrbætur 2008. R08050099.
Samþykkt.

2. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 19. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda SR ehf. í útboði nr. 12138 Langholtsskóli, endurgerð lóðar. R08050020.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson frá framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð mála 1 og 2.

3. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu dags. 20. júní sl. varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi við Fönn ehf., og Purgo ehf., um eitt ár vegna EES útboðs um kaup á þvottaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg. R06050056.
Samþykkt.

4. Fulltrúi Samfylkingar lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fram kemur á vef borgarinnar að formaður umhverfis- og samgönguráðs hafi skrifað undir samkomulag við Skógræktarfélag Reykjavíkur um gróðursetningu trjáa á árunum 2008, 2009 og 2010 og að umhverfis- og samgöngusvið greiði 20 milljónir króna fyrir plöntun fyrsta árið. Af þessu tilfefni er spurt:
1. Hver er heildarfjárhæðin sem áætluð er á árunum þremur samkvæmt samkomulaginu?
2. Stenst samkomulagið innkaupareglur borgarinnar og innkaupalög, eða hefði verið eðlilegt að bjóða verkið út?

Fundi slitið kl. 11.27.

Gunnar Hólm Hjálmarsson

Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson