No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2008, þriðjudaginn 10. júní var haldinn 165. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Gunnar Hólm Hjálmarsson, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Menntasviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. maí sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Hópferðamiðstöðina hf., um eitt ár vegna EES útboðs Akstur á nemendum grunnskóla Reykjavíkurborgar. R06060203.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 4. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Urðar og Grjóts ehf. í útboði nr. 12141 Háskólinn í Reykjavík, gatnagerð og lagnir 3. áfangi. R08050060.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.
3. Lagt fram erindi Menntasviðs Reykjavíkurborgar dags. 29. maí sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Ræstingaþjónustuna sf., um eitt ár vegna EES útboðs Bónhreinsun og bónun gólfa grunn- og leikskólum Reykjavíkurborgar. R05110072.
Samþykkt
4. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu dags. 2. júní sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í maí 2008. R08010193.
5. Farið yfir stöðu mála varðandi endurskoðun á innkaupareglum Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 11:52
Gunnar Hólm Hjálmarsson
Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson