No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2008, þriðjudaginn 27. maí var haldinn 164. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Gunnar Hólm Hjálmarsson, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu, Eyþóra Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. maí sl. þar sem samþykkt var að Vilhjálmur Andri Kjartansson taki sæti í innkauparáði í stað Benedikts Geirssonar.
2. Lögð fram tillaga um að Vilhjálmur Andri Kjartansson verði kosinn varaformaður innkauparáðs.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Mjallar Friggjar ehf. í útboði nr. 12119, Klór og baðsápa. R080040029.
Samþykkt.
Bragi Þór Bjarnason Íþrótta- og tómstundasviði sat fundinn við meðferð málsins.
4. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Bergsteins ehf. í útboði nr. 12132, Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2008 Útboð 1 – Vestan Elliðavogs. R08040117.
Samþykkt.
5. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði næst lægstbjóðanda Loftorku Reykjavík ehf. í útboði nr. 12133, Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2008 Útboð 2. R08040118.
Samþykkt.
6. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði næst lægstbjóðanda Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. í útboði nr. 12134, Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2008 Útboð 3 – Austan Elliðavogs. R08040119.
Samþykkt.
7. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 22. maí sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Malbikunarstöðina Höfða hf., um tvö ár vegna útboðsins Hálkuvarnir og snjóhreinsun gatna í Reykjavík.
Samþykkt.
Theodór Guðfinnsson og Guðbjartur Sigfússon Framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn við meðferð mála 4-7.
8. Lagt fram svar Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar á fundi innkauparáðs 13. maí sl.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingar:
Þökkuð eru skjót viðbrögð frá Leikskólasviði við fyrirspurnum sem meðal annars fólust í því að fjarlægja óheppilega tilvísun úr auglýsingu.
9. Lagt fram til kynningar minnisblað Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar til Innri endurskoðanda varðandi þjónustukaup á Velferðasviði.
Fundi slitið kl. 11:40
Gunnar Hólm Hjálmarsson
Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson