Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2008, þriðjudaginn 20. maí var haldinn 163. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Gunnar Hólm Hjálmarsson, Benedikt Geirsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Vélaleigu A.Þ. ehf. í útboði nr. 12129, Miðlæg stýring umferðaljósa, lagnir. R08040075.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Mottó ehf. í útboði nr. 12124, Vogaskóli, endurgerð lóðar. R08040050.
Samþykkt.
- Ámundi Brynjólfsson Framkvæmda-og eignasviðs sat fundinn vegna mála 1og 2.
3. Lagt fram erindi framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 6. mars sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Vátryggingafélag Íslands hf., um eitt ár, vegna trygginga stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar. R03080047.
- Kl. 11:10 tók Helgi Bogason sæti á fundinum.
Samþykkt.
- Berglind Söebech framkvæmda- og eignasviði sat fundinn vegna málsins.
Þetta var síðasti fundur Benedikts Geirssonar, voru honum færðar þakkir fyrir góð störf í innkauparáði og hans óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Fundi slitið kl. 11:35
Gunnar Hólm Hjálmarsson
Benedikt Geirsson Stefán Jóhann Stefánsson