Innkauparáð - Fundur nr. 162

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2008, þriðjudaginn 13. maí var haldinn 162. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Gunnar Hólm Hjálmarsson, Benedikt Geirsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 29. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að Offer 1 – Main Offer og Additional features Item 2-5 frá Metatron ehf. í EES útboði nr. 12074, Gervigras á íþróttasvæði Víkings “Artificial Turf Surface – 1 Football Pitch”. R08010145.
Samþykkt.

2. Lagt fram erindi Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Topp verktaka ehf. í útboði nr. 12098, Foldaskóli, endurgerð lóðar. R08020150.
Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson og Einar H. Jónsson Framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn við meðferð mála 1-2.

3. Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir:

1. Hefur Innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar komið að undirbúningi auglýsingar eftir rekstraraðila svokallaðs heilsuleikskóla, sbr. auglýsingu á vef Reykjavíkurborgar 6. maí 2008?
2. Er vitað hversu miklum fjármunum á að verja til umrædds rekstrar?
3. Er eðlilegt í auglýsingu af þessu tagi að benda á heimasíðu rekstraraðila sem ætla má að verði líklegur umsóknaraðili?
4. Er sá frestur sem gefinn er til að senda inn umsókn eðlilega langur?



Fundi slitið kl. 11:48

Gunnar Hólm Hjálmarsson

Benedikt Geirsson Stefán Jóhann Stefánsson