Innkauparáð - Fundur nr. 161

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2008, þriðjudaginn 6. maí var haldinn 161. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Gunnar Hólm Hjálmarsson, Benedikt Geirsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lagt fram erindi Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 2. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Tinnubergs ehf. í útboði nr. 12123, Gangstéttar viðgerðir 2008-2011. R080040044.
Samþykkt.
Agnar Guðlaugsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram erindi Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Fjölverks verktaka ehf. í útboði nr. 12122, Gönguleiðir og ræktun 2008 – Útboð I. R08040034.
Samþykkt.

3. Lagt fram erindi Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Urðar og Grjóts ehf. í útboði nr. 12118, Miklabraut – strætóreinar, Skeiðarvogur - Kringla. R08030109.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð mála 2-3.

4. Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar varðandi erindi Samtaka iðnaðarins um vanda verktaka og verkkaupa vegna óstöðugs gengis og hækkunar olíuverðs. Innkauparáð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar Innkaupaskrifstofu á fundi 22. apríl sl. R08040071.
Fulltrúar meirihluta leggja fram svohljóðandi bókun:
Innkauparáð Reykjavíkurborgar hefur skilning á þeim vandamálum sem verktakar glíma við í óvissu ástandi efnahagsmála. Innkauparáð beinir þeim tilmælum til Framkvæmda- og eignasviðs í samvinnu við Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, að skoðaðir verði kostir og gallar þess að verðbæta verksamninga til skemmri tíma en eins árs. Einnig verði skoðað sérstaklega hvort eðlilegt sé að verðtryggja tilboð á tímabilinu frá því að tilboð eru opnuð og þangað til að skrifað er undir samning. Ekki verður með góðu móti fallist á þau sjónarmið Samtaka iðnaðarins að forsendur fyrir samningum sem í gildi eru, séu brostnar nema verðbætur fáist.
Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
Það skiptast á skin og skúrir vegna sveiflna í efnahagslífi. Um þessar mundir kann útlitið að vera dökkt hjá ýmsum og er rétt að sýna því skilning. Þess vegna getur verið sjálfsagt að skoða kosti og galla ýmissa leiða. Hér er þó sterklega varað við því að verðtrygging verði tekin upp í auknum mæli og það til mjög skamms tíma eins og haft hefur verið á orði. Tilhneigingin á undanförnum árum hefur almennt fremur verið að draga úr verðtryggingu og binda hana til lengri tíma. Það er mjög varhugavert fyrir stóran innkaupaaðila eins og Reykjavíkurborg að ríða á vaðið með að auka verðtryggingu verksamninga sem getur valdið minni innkaupaaðilum auknum vandkvæðum og ýtt undir almennar verðhækkanir sem eru nægar fyrir.

5. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu dags. 2. maí sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í apríl 2008. R08010193.


Fundi slitið kl. 11:55

Gunnar Hólm Hjálmarsson

Benedikt Geirsson Stefán Jóhann Stefánsson