Innkauparáð - Fundur nr. 160

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2008, þriðjudaginn 22. apríl var haldinn 160. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Gunnar Hólm Hjálmarsson, Benedikt Geirsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda SR Holdings ehf. í EES útboði nr. 12110, Sandskipti 2008 – 2009, Hverfi 2 og 3. R08030080.
Samþykkt með tveim samhljóða atkvæðum.

2. Lagt fram erindi framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Húsaborgar ehf. í EES útboði nr. 12111, Sandskipti 2008 – 2009, Hverfi 4 og 5. R08030081.
Samþykkt með tveim samhljóða atkvæðum.

3. Lagt fram erindi Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 17. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Loftorku Reykjavíkur ehf. í útboði nr. 12090, Malbiksviðgerðir á höfuðborgarsvæðinu 2008 – 2009. R08020148.
Samþykkt.

Guðbjartur Sigfússon og Agnar Guðlaugsson framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn við meðferð mála 1-3.

4. Lagt fram erindi framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 15. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að næst lægsta tilboði frá Eðalverki ehf. í útboði nr. 12097, Laugalækjarskóli, endurgerð lóðar. R08020149.
Samþykkt.

5. Lagt fram erindi framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Íslandsgarða ehf. í útboði nr. 12109, 30 km Hverfi – úrbætur á gönguleiðum. R08030082.
Samþykkt.

6. Lagt fram erindi framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Framkvæmdar ehf. í útboði. nr. 12117, Norðlingaskóli, sökklar og botnplata. R08030104.
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 11. apríl sl. varðandi bréf framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins dags. 3. apríl sl., á vanda verktaka og verkkaupa vegna óstöðugs gengis og hækkunar olíuverðs. Framkvæmda-og eignasvið óskar eftir áliti innkauparáðs á málinu. R08040071.
Samþykkt að vísa erindinu til innkaupaskrifstofu til umsagnar.

Ámundi Brynjólfsson framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð mála 4-7.

8. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu dags. 8. apríl sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í mars 2008. R08010193.

Fundi slitið kl. 12:02

Gunnar Hólm Hjálmarsson

Benedikt Geirsson Stefán Jóhann Stefánsson