Innkauparáð - Fundur nr. 158

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2008, þriðjudaginn 26. febrúar var haldinn 158. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Gunnar Hólm Hjálmarsson, Sigurður Þórðarson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. febrúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Ístaks hf. í lokuðu útboði nr. 12067, Skólavörðustígur 2. áfangi. R07120078.
Samþykkt.
Ólafur Stefánsson Framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 19. febrúar sl., þar sem óskað er eftir heimild til kaupa á bökum, setum og örmum fyrir aðalsal Borgarleikhúss.
Samþykkt.
Agnar Guðlaugsson og Magnús Haraldsson Framkvæmdasviði sátu fundinn við meðferð málsins.

3. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingar:
Óskað er eftir því að Innkaupaskrifstofa afli gagna um þróun hlutfalls niðurstaðna útboða verklegra framkvæmda og kostnaðaráætlana. Jafnframt er óskað eftir gögnum um viðbótarkostnað eða kröfur sem bjóðendur hafa fengið greiddar umfram samþykkt tilboða.


Fundi slitið kl. 11:50


Gunnar Hólm Hjálmarsson
Sigurður Þórðarson Stefán Jóhann Stefánsson