Innkauparáð - Fundur nr. 157

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2008, mánudaginn 4. febrúar var haldinn 157. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8:20. Viðstaddir voru Gunnar Hólm Hjálmarsson, Benedikt Geirsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Lögð fram tillaga um að Benedikt Geirsson yrði kosinn varaformaður innkauparáðs.
Samþykkt.

2. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. janúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Fjölhönnunar ehf. í EES útboði nr. 12052, Hólmsheiði, nýtt athafnasvæði – Hönnun. R07110181.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson Framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags. 24. janúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Smith og Norland hf. í EES útboði nr. 12030, Búnaður í tæknirými í Borgartún 10-12. R07120098.
Samþykkt.
Eggert Ólafsson Upplýsingatæknimiðstöð sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu dags. 1. febrúar sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í janúar 2008. R08010193.


Fundi slitið kl. 9:10

Gunnar Hólm Hjálmarsson

Benedikt Geirsson Stefán Jóhann Stefánsson