Innkauparáð - Fundur nr. 155

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2008, þriðjudaginn 8. janúar, var haldinn 155. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Stefán Jóhann Stefánsson og Benedikt Geirsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 27. desember sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Háfells ehf. í útboði nr. 12053, Hallar, atvinnusvæði við Vesturlandsveg 2. áfangi, gatnagerð og lagnir. R07110179.
Samþykkt

2. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 27. desember sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Vélaleigu A.Þ. ehf. í útboði nr. 12054, Háskólinn í Reykjavík 2. áfangi, gatnagerð og lagnir. R07110178.
Samþykkt.
Ólafur Ólafsson Framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð mála 1 og 2.

3. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, landupplýsingadeildar dags. 4. janúar sl., varðandi heimild til samningakaupaviðræðna við Ísmar ehf. vegna kaupa og rekstrarleigu á mælitækjum. R07120038.
Samþykkt.
Lech Pajdak Framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram erindi Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 2. janúar sl., varðandi heimild til að ganga til samninga við SPRON vegna reksturs smartkortaverkefnisins.
Samþykkt.
Ómar Einarsson og Steinþór Einarsson Íþrótta- og tómstundasviði sátu fundinn við meðferð málsins.

5. Lagt fram erindi Glaums ehf. dags. 21. desember sl., þar sem óskað er eftir skýringu á hvers vegna tilboði fyrirtækisins var hafnað í útboði nr. 12047, Stekkjarbrekkur 2. áfangi, gatnagerð og lagnir. R07110059.

6. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu dags. 3. janúar sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í desember 2007. R07010040.

Fundi slitið kl. 12:20

Ingólfur Sveinsson
Stefán Jóhann Stefánsson Benedikt Geirsson