Innkauparáð - Fundur nr. 154

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2007, þriðjudaginn 18. desember, var haldinn 154. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Stefán Jóhann Stefánsson og Benedikt Geirsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. desember sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði næst lægstbjóðanda Heimis og Þorgeirs ehf., í útboði nr. 12047, Stekkjarbrekkur 2. áfangi, gatnagerð og lagnir. R07110059.
Samþykkt.

2. Lagt fram erindi framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. desember sl., þar sem óskað er eftir heimild til að fara í lokað útboð vegna verkframkvæmda við Skólavörðustíg, endurnýjun 2008. R07120078.
Samþykkt.

- Ámundi Brynjólfsson framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð mála 1 og 2.

3. Lagt fram erindi menntasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 7. desember sl. þar sem óskað er eftir heimild til kaupa á stafrænu kennsluefni frá Bergvík ehf. fyrir skólasöfn grunn-skóla Reykjavíkurborgar. Frestað á síðasta fundi. R07120037.
Samþykkt.
- Sigþór Ö. Guðmundsson sat fundinn við meðferð málsins.


Fundi slitið kl. 11:40

Ingólfur Sveinsson

Stefán Jóhann Stefánsson Benedikt Geirsson