Innkauparáð - Fundur nr. 153

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2007, þriðjudaginn 11. desember, var haldinn 153. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Stefán Jóhann Stefánsson og Benedikt Geirsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 24. nóvember sl., þar sem óskað er eftir heimild til að framlengja verksamningi við Vegmerkingu ehf. um eitt ár vegna yfirborðsmerkingar gatna. R06010141.
Samþykkt.
Guðbjartur Sigfússon Framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Menntasviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. desember sl. þar sem óskað er eftir heimild til kaupa á stafrænu kennsluefni fyrir skólasöfn grunnskóla Reykjavíkurborgar. R07120037.
Frestað.

3. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 6. desember sl. þar sem óskað er eftir heimild til að framlengja samningi við Olíuverslun Íslands hf. um eitt ár vegna kaupa á eldsneyti fyrir Reykjavíkurborg. R06120042.
Samþykkt.

4. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu dags. 3. desember sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í nóvember 2007. R07010040.


Fundi slitið kl. 12:04



Ingólfur Sveinsson
Stefán Jóhann Stefánsson Benedikt Geirsson