Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2007, fimmtudaginn 22. nóvember, var haldinn 152. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Stefán Jóhann Stefánsson og Benedikt Geirsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur hjá Borgarlögmanni og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram að nýju bréf Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar dags. 16. nóvember sl. og Grant Thornton endurskoðunar ehf. dags.15. nóvember sl., þar sem farið er fram á aðilabreytingu á samningi um ytri endurskoðun Reykjavíkurborgar, frá Grant Thornton endurskoðun ehf. til PricewaterhouseCoopers. Einnig var lagt fram álit borgarlögmanns dags. 21. nóvember sl. varðandi málið. Frestað á síðasta fundi. R03020065.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 10:15.
Ingólfur Sveinsson
Stefán Jóhann Stefánsson Benedikt Geirsson