Innkauparáð - Fundur nr. 151

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2007, þriðjudaginn 20. nóvember, var haldinn 151. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Stefán Jóhann Stefánsson og Benedikt Geirsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur hjá Borgarlögmanni og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga um að Stefán Jóhann Stefánsson yrði kosinn varaformaður innkauparáðs.
Samþykkt.

2. Lagt fram bréf Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar dags. 16. nóvember sl. og Grant Thornton endurskoðunar ehf. dags.15. nóvember sl., þar sem farið er fram á aðilabreytingu á samningi um ytri endurskoðun Reykjavíkurborgar, frá Grant Thornton endurskoðun ehf. til PricewaterhouseCoopers. R03020065.
Frestað. Óskað er eftir áliti borgarlögmanns.
Hallur Símonarson innri endurskoðandi sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu dags. 2. nóvember sl., yfir viðskipti við skrifstofuna í október 2007. R07010040.

- Kl. 11:35 tók Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sæti á fundinum.

4. Lagt fram til kynningar yfirlit Innkaupaskrifstofu yfir fjölda útboða og verðkannana Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar árin 2004-2007.

Fundi slitið kl. 11:36.

Ingólfur Sveinsson
Stefán Jóhann Stefánsson Benedikt Geirsson