Innkauparáð - Fundur nr. 150

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2007, þriðjudaginn 16. október, var haldinn 150. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 9. október sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda VGK-Hönnunar hf., í EES útboði nr. 12022, Úlfarsárdalur, hverfi 2 - 1. áfangi. Nýtt íbúðarhverfi - Hönnun. R07080020.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson Framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð málsins.

- Kl. 11:20 tók Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.

Marta Guðjónsdóttir óskaði bókað að hún þakki sérstaklega gott og ánægjulegt samstarf við starfsfólk Innkaupaskrifstofu og við ráðið.

Ingólfur Sveinsson og Stefán Jóhann Stefánsson taka undir þakkir Mörtu til starfsmanna og þakka Mörtu jafnframt fyrir sérlega ánægjulegt samstarf.

Fundi slitið kl. 11:30.

Ingólfur Sveinsson

Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson