Innkauparáð - Fundur nr. 149

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2007, þriðjudaginn 2. október, var haldinn 149. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur hjá Borgarlögmanni og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. september sl., þar sem lagt er til að fara í samkeppnisviðræður við Klasa hf., Nýsi hf. og Smáragarð ehf. í EES forvali nr. 12015 Vatnagarður við Úlfarsfell. R07070040.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson Framkvæmdasviði og Þorkell Jónsson Framkvæmdasviði sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 27. september sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Mark-Húsa ehf., í útboði nr. 12023 Skíðaskáli ÍR og Víkings Bláfjöllum. R07080116.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson Framkvæmdasviði og Þorkell Jónsson Framkvæmdasviði sátu fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu dags. 25. september sl. þar sem óskað er eftir heimild til að framlengja rammasamning um fisk til 1. september 2008. R06070106.
Samþykkt.

4. Lagt fram yfirlit Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags. 31. ágúst sl., yfir heildarviðskipti við helstu birgja borgarinnar um kaup á tölvubúnaði og rekstrarvörum tölvubúnaðar árin 2004-2007. R07070039.

5. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu dags. 3. september sl., yfir viðskipti við skrifstofuna í ágúst 2007. R07010040.

6. Fulltrúi Samfylkingar spurðist fyrir um breytingu á innkaupareglum í kjölfar nýrra innkaupalaga.

Fundi slitið kl. 11:55.

Ingólfur Sveinsson

Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson