No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2007, þriðjudag 10. júlí, var haldinn 147. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 6. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Nesfags ehf., í útboði nr. 12002, Almannadalur 2. áfangi, gatnagerð og lagnir. R07060061.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson, framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð málsins
Fundi slitið kl. 11:25.
Ingólfur Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson