No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2007, þriðjudag 3. júlí, var haldinn 146. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn, Helgi Bogason sérfræðingur á innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 28. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Íslenskra Aðalverktaka hf., í útboði nr. 10998 “Háskólinn í Reykjavík, gatnagerð og lagnir, 1. áfangi”. R07060046.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson, framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð málsins
2. Lagt fram erindi umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, dags. 20. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Íslenska gámafélagsins ehf., sem var eina tilboðið sem barst í útboði nr. 10956 “Bláa tunnan - Hirðing pappírstunna í Reykjavík”. R07040070.
Samþykkt.
Guðmundur B. Friðriksson, umhverfissviði sat fundinn við meðferð málsins. Bréf Gámaþjónustunnar ehf. dags. 12. júní 2007 kynnt.
3. Yfirlit innkaupaskrifstofu dags. 2. júlí sl., yfir viðskipti við skrifstofuna í júní 2007. R07010040.
4. Eyþóru Geirsdóttur þökkuð góð störf sem ritari innkauparáðs.
5. Innkauparáð býður Guðbjörgu Eggertsdóttur velkomna sem ritara ráðsins.
Fundi slitið kl. 12:30.
Ingólfur Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson