Innkauparáð - Fundur nr. 145

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2007, þriðjudag 26. júní, var haldinn 145. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Ingólfur Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Helgi Bogason, sérfræðingur á Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Ingi B. Poulsen, lögfræðingur á Lögfræðiskrifstofu og Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á Lögfræðiskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram kvörtun Extons ehf. dags. 13. júní sl. vegna verðkönnunar nr. 10954 þar sem óskað var eftir verðtilboðum í leigu á sviði, hljóðkerfi, ljósum og öðrum þeim fylgibúnaði sem hentaði viðburðum sem tilgreindir voru í verðkönnunarlýsingu, fyrir Hitt húsið / Höfuðborgarstofu. Lagðar fram athugasemdir frá Höfuðborgarstofu og Hinu húsinu dags. 22. júní sl. Einnig lögð fram umsögn Lögfræðiskrifstofu dags. 25. júní sl.
Innkauparáð samþykkti umsögn Lögfræðiskrifstofu.
Sif Gunnarsdóttir frá Höfuðborgarstofu og Markús H. Guðmundsson frá Hinu húsinu sátu fundinn við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 12:15.

Ingólfur Sveinsson

Marta Guðjónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson